24.11.1948
Sameinað þing: 21. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 798 í D-deild Alþingistíðinda. (5130)

914. mál, síldarveiðar í Hvalfirði

Fyrirspyrjandi (Jónas Jónsson):

Hæstv. ráðh. hefur komið mjög að þessu máli og ætti það því ekki að vera tímafrekt. Merkilegt fyrirbrigði er þetta með Hvalfjarðarsíldina, sem átti að færa svo mikla björg í þjóðarbúið. En nú er komið í ljós, að hún er ekki óblandin blessun. Mér finnst því rétt, að fram komi í dagsljósið, hverjar hafi verið brúttótekjur af þessu mikla síldarhlaupi, og hins vegar, hvert tap ríkissjóðs, síldarverksmiðjanna og síldarútvegsmanna hefur orðið af þessari atvinnugrein. Að endingu væri svo æskilegt að heyra upplýst, hversu slíkt tap gat orðið á þessu fyrirtæki.