26.01.1949
Sameinað þing: 32. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 828 í D-deild Alþingistíðinda. (5199)

920. mál, skipakaup

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Út af fyrirspurn um gæzluskip vil ég segja þetta. Sá samningur, sem gerður hefur verið um byggingu á gæzluskipi, hefur verið gerður í samráði við fjárhagsráð, og gert er ráð fyrir, að greiðslan samkvæmt samningnum komi á gjaldeyrisáætlun hvers árs eins og aðrar greiðslur vegna innfluttra tækja. Varðandi fjáröflun innanlands til kaupanna er þess að geta, að gert er ráð fyrir, að veitt verði fé á fjárlögum í 3 ár og sú fyrsta á þeim, sem nú liggja fyrir, tvær millj. kr.