16.02.1949
Sameinað þing: 40. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 846 í D-deild Alþingistíðinda. (5240)

125. mál, fiskiðjuver í Reykjavík

Fyrirspyrjandi (Jónas Jónsson):

Herra forseti. Hæstv. ráðh. hefur svarað vel og ýtarlega, og fær þingið hér glögga hugmynd um sögu fyrirtækisins og hvernig það hefur orðið til. Og um leið hefur hæstv. ráðh. fengið tækifæri til að segja álit sitt á þessu fyrirtæki. Ég hygg, að margir hv. þm. muni vera hæstv. ríkisstj. sammála um það, að heppilegast muni vera að losa sig við þetta fyrirtæki. En helzti lærdómurinn, sem mér finnst, að hægt sé að draga af skýrslunni. er sá. hvernig fer, þegar kommúnisminn blandast inn í annað kerfi. Hv. þm. Siglf. planlagði þetta rétt eftir sínu kerfi, en hér er ekki kommúnistískt fyrirkomulag, og má af þessu sjá, að heppilegast er, að kommúnistar ráði annaðhvort öllu eða engu.