16.02.1949
Sameinað þing: 40. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 854 í D-deild Alþingistíðinda. (5258)

926. mál, lönd hjá Kleppi handa Menntaskólanum í Reykjavík

Fyrirspyrjandi (Jónas Jónsson):

Mér hefur fundizt, að hæstv. ráðh. vilji ómögulega tengja eða kenna það land, sem hér um ræðir, við Klepp. Það er þó ekki langt frá Kleppi, svo að til sanns vegar má færa það, sem stendur í fyrirspurn minni, að það sé í nánd við Klepp. Þar að auki er Kleppur að færa út veldi sitt þarna inn frá og er orðið voldugt höfuðból með mörgum nýjum byggingum, svo að engan þarf að undra, þótt við hann sé miðað, þegar rætt er um nærliggjandi lönd.

Hér hefur verið lýst yfir, að ekki væri hægt að endurheimta andvirði Laugarness og ekkert að hafa upp úr þeim viðskiptum, og vildi ég aðeins, að það kæmi í ljós, hvernig þau mál stæðu. Ég vil aftur láta í ljós gleði mína yfir því, að hæstv. menntmrh. skuli loks hafa sannfærzt um, að menntaskólinn sé bezt kominn á sínum gamla stað.