16.02.1949
Sameinað þing: 40. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 855 í D-deild Alþingistíðinda. (5264)

927. mál, leiga hjá jarðhúsum

Fyrirspyrjandi (Gísli Jónsson):

15. júní s.l. skipaði atvmrh. þriggja manna nefnd til að láta rannsaka, hvernig hægt væri að nota jarðhúsin við Elliðaár í sambandi við geymslu á jarðarávöxtum fyrir Grænmetisverzlun ríkisins. Þessi n. gaf út skýrslu 24. júlí, ég hef ekki tíma til að fara út í þá skýrslu, en n. leggur eindregið til, að jarðhúsin verði tekin til þessarar starfrækslu, og færir rök fyrir því. Nú er það komið fram, að forstjóri Grænmetisverzlunarinnar hefur ekki getað haft samvinnu við landbrh. um þetta mál og setur sig upp á móti þessari tilraun og taldi það engan veginn fjárhagslegan gróða fyrir verzlunina, og með því að enn fremur hefur heyrzt, að hæstv. landbrh. hafi leigt jarðhúsin, þá hef ég leyft mér að bera fram í sambandi við þetta fyrirspurn á þskj. 324 til hæstv. landbrh.