24.02.1949
Sameinað þing: 43. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 874 í D-deild Alþingistíðinda. (5303)

930. mál, bygging fornminjasafns

Ingólfur Jónsson:

Herra forseti. Þessi hv. þm., 4. þm. Reykv., hefur áður talið, að landbúnaðartill., sem við sjálfstæðismenn höfum flutt, og hefur oft sagt það, að þetta væru skrípatill. Það er dálítið einkennilegt, að till. um innflutning landbúnaðarvéla skuli vera kallaðar skrípatill., enda þótt þessi hv. þm., sem það hefur gert, sé ekki úr landbúnaðarkjördæmi og hafi lítinn skilning á sjónarmiðum þeirra, er landbúnað stunda. Samt sem áður hefur þessi sami hv. þm. flutt inn í þingið fyrirspurnir og oft mjög ómerkilegar, og hann ætti þess vegna ekki að vera að tala um virðingu þingsins og að henni sé misboðið með þessum þáltill., sem hann nefndi, eða með fyrirspurnum, sem hann nefndi, fyrst hann hefur sjálfur flutt fyrirspurnir í þinginu, sem að áliti margra hv. þm. eru mjög ómerkilegar.