02.03.1949
Sameinað þing: 45. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 878 í D-deild Alþingistíðinda. (5315)

931. mál, tolleftirgjöf af bifreiðum

Fyrirspyrjandi (Jónas Jónsson):

Herra forseti. Ég vonast eftir því, að sá, sem þessi fyrirspurn beinist að, sé betur undirbúinn að svara. Ég. vænti þess, að þegar tignarmenn eru spurðir, hafi þeir meiri sagnaranda til að bera, en við hinir.

Út af þessari III. fyrirspurn langar mig til þess að geta þess, að það mun hafa komizt sá siður á hér, að helztu valdamenn hafi fengið flutta inn bila til landsins án þess að borga lögmælt gjöld. Og af því að ég býst ekki við,. að við eigum svo marga tignarmenn hér á okkar landi, þá býst ég við, að það verði ekki erfitt að kasta á þá tölu. En af því að hér er um nýjung að ræða. þá langar mig til þess að vita, í fyrsta lagi, hve margir bilar hafa þannig verið fluttir inn, í öðru lagi, hvenær þessi venja hófst, í þriðja lagi, hve miklu ríkið hefur tapað á þessu, og í fjórða lagi, hvaða rök og hvaða lagaheimildir liggja til grundvallar þessu misrétti.