02.03.1949
Sameinað þing: 45. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 878 í D-deild Alþingistíðinda. (5317)

931. mál, tolleftirgjöf af bifreiðum

Fyrirspyrjandi (Jónas Jónsson):

Ég tek þetta eins og það er talað, og má það þá bíða í eina viku að svarað sé. Viðvíkjandi því, hverjir geti talizt tignarmenn, þá býst ég við, að það megi telja forseta lýðveldisins, ráðherrana, hæstaréttardómara, forseta Alþingis og skrifstofustjóra, ég hygg, að það megi kalla alla þessa menn tignarmenn.