20.04.1949
Sameinað þing: 66. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 882 í D-deild Alþingistíðinda. (5343)

151. mál, nefndir launaðar af ríkinu

Fyrirspyrjandi (Hermann Guðmundsson):

Herra forseti. Eðli þessa máls er þannig, að það þarf ekki að skýra það neitt nánar. Það er kunnugt, að mikið er um starfandi nefndir hjá því opinbera, og virðist nokkur vafi leika á því, hvað þær séu margar, og um laun þeirra, og hef ég því leyft mér að spyrja um þetta. Ég geng þess ekki dulinn, að nokkurn undirbúning hafi þurft til þess að geta svarað þessum spurningum, en nú er hálfur annar mánuður liðinn frá því, að þessari fyrirspurn var útbýtt, og vænti ég því þess, að hæstv. fjmrh. sjái sér fært að svara nú.