09.03.1949
Sameinað þing: 47. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 893 í D-deild Alþingistíðinda. (5378)

937. mál, Skriðuklaustur

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það er auðheyrt á hv. þm. S-Þ., að þessi fsp. er af sömu rótum runnin og margt, sem hann spyr um. Ekki til þess að fá upplýsingar, heldur til að gefa í skyn, að hér hafi verið gefin lítilmótleg gjöf. Fyrsta spurningin er svona: „Hve mikið má telja söluverð jarðarinnar og húsanna, eftir venjulegu matsverði á opinberum eignum?“ Það hefur ekki farið fram neitt sérstakt mat á þessari eign, og er þess vegna ekki hægt að svara þessari spurningu, en ég vil aðeins segja það, að þessi jörð var áður einhver bezta jörð landsins, mjög vel byggt hús með 18 herbergjum, sumum stórum og veglegum. — Önnur spurningin er svona: „Hve miklar skuldir hvíla á eigninni, og hverjir eru lánardrottnar?“ Á eigninni hvíla engar skuldir, og hygg ég, að hv. fyrirspyrjandi hafi vitað það. — Gjöfinni fylgir enginn bústofn. — Síðasta spurningin er á þessa leið: „Ætlar ríkisstj. að byggja jörðina einum eða fleiri bændum eða nota hana til einhverrar opinberrar starfsemi, svo sem fyrir rithöfundaheimili?“ Um þetta hafa ekki ákvarðanir verið teknar enn þá.