06.04.1949
Sameinað þing: 63. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 916 í D-deild Alþingistíðinda. (5450)

171. mál, slys á Keflavíkurflugvelli

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Mér heyrðist hv. þm. vita eitt og annað um þetta mál og meira en ég veit, en það er varhugavert að fara eftir því, sem slúðrað er, en viti hann eitthvað fyrir víst í þessu efni, væri æskilegt, að hann léti ráðuneytinu þær upplýsingar í té. En eins og ég sagði áðan, hafa þeir, sem þessum málum stjórna, ekki getið þess, að ekki væri allt með felldu í þessum efnum. Rannsókn hefur farið fram í öll skiptin nema tvísvar, því þó að allt liggi ljóst fyrir um ástæðuna, verður rannsókn að fara fram vegna trygginganna. Annars hvílir þetta á loftferðaeftirlitinu, sem á að hafa eftirlit með þessu, hvort ástæða þykir að fyrirskipa sérstaka rannsókn, en það á að afla sér upplýsinga hjá fulltrúa sínum á vellinum. Óski eftirlitið eftir sérstakri rannsókn, lætur ráðuneytið hana að sjálfsögðu fara fram.