20.04.1949
Sameinað þing: 66. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 923 í D-deild Alþingistíðinda. (5480)

185. mál, prófdómendur og prófnefndir

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Kostnaðurinn við 1. lið á þskj. var árið 1948 kr. 5.400.00. — Um 2. lið er það að segja, að mér er ekki alveg ljóst, hvort hv. þm. á við prófdómendur alls eða við prófdómendur við landspróf eingöngu. — Um það, sem spurt er um í 3. lið, eru eigi fyrir hendi nákvæmar upplýsingar, en mun vera alls röskar 300 þús. kr. Dagkaup prófdómenda er annars sama og kaup það, sem greitt er fyrir stundakennslu, og það er samkv. reglugerð frá 27. sept. 1947 sem hér segir:

Í Menntaskólanum .................. kr. 7.70 –

Kennaraskóla Íslands, vélstjóraskólanum, stýrimannaskólanum ........ — 7.20

– gagnfræða- og héraðsskólum . .. .. ... — 6.50

— íþróttakennara- og húsmæðrakennaraskólum ..........................

— 6.00 - húsmæðra- og unglingaskólum ...... — 5.25

— barnaskólum ........................ — 4.70

Orlofsfé er þarna talið með, en á þetta er svo greidd verðlagsuppbót. Annars má fá allar upplýsingar um þetta mál í reglugerð frá 27. sept. 1947, eins og ég gat um áðan. — Um 4. tölul., sem er um prófkostnað við hina ýmsu skóla 1948, er það að segja, að fræðslumálaskrifstofan hefur verið beðin að svara þessu, en hún kveðst ekki geta það enn þá, þar sem uppgjör hafi ekki borizt frá öllum skólum, en þessar skýrslur eru nú að koma, svo að vonandi verður hægt að svara þessu fljótlega.