27.04.1949
Sameinað þing: 69. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 943 í D-deild Alþingistíðinda. (5502)

949. mál, útrýming heilsuspillandi húsnæðis

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. Það eru tvö bæjarfélög, sem hafa fengið lán samkvæmt III. kafla 1. nr. 44 frá 1946. Þessi bæjarfélög eru Reykjavik, sem hefur fengið 5 millj. kr., og Ísafjörður, sem hefur fengið 1 milljón, en samkvæmt 31. gr. laganna er gert ráð fyrir því, að lánin nemi allt að 85% af byggingarkostnaði. Það er fullgengið frá lánunum til Reykjavíkurbæjar, en ekki fullgengið frá lánunum til Ísafjarðar, en það má búast við því, að upphæðin verði um 1.2 millj. Önnur bæjarfélög, sem sótt hafa um lán skv. þessum l., eru þrjú, en ekki hefur verið unnt að verða við beiðni þeirra.