05.04.1949
Efri deild: 82. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 339 í B-deild Alþingistíðinda. (628)

13. mál, ríkisborgararéttur

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Ég vil minnast á brtt. á þskj. 362, sem ég ber fram, þar sem ég legg til, að Meinert, Maríu Önnu Elise skrifstofustúlku í Reykjavík, f. 6. des. 1901 í Þýzkalandi, verði veittur ríkisborgararéttur. Hún hefur unnið hér í 10 ár og æskir nú eftir að fá íslenzkan ríkisborgararétt. Annars hef ég ekkert um þessa stúlku að segja, nema hún hefur aldrei lent í neinu því, sem blettað gæti mannorð hennar eða orðið til hindrunar í þessu máli. Þetta var a-liður, en b-liðinn hef ég beðið hæstv. forseta að taka aftur.