08.11.1948
Neðri deild: 11. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 40 í B-deild Alþingistíðinda. (67)

15. mál, virkjun Sogsins

Frsm. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Um þetta frv. er nú ekki mikið að segja. Það er stutt og hefur enda verið nokkuð hreyft við 1. umr. Landbn. hefur haft það til meðferðar og fallizt á að samþ. það óbreytt. Til skýringar frv. fylgir hér uppkast að samningum, sem ríkisstj. og Reykjavíkurbær hafa gert með sér. Sömuleiðis fskj. 2, bréf borgarstjórans í Rvík, þar sem hann lýsir sig samþykkan frv., og fskj. 3, bréf raforkumálastjóra, þar sem einnig hann telur þessa samningagerð heppilega.

Landbn. er sammála um, að frv. verði samþ. óbreytt, og telur mjög heppilegt, að ríkisstjórnin og Reykjavikurbær skuli hafa komið sér saman um mál það, er hér um ræðir.