22.04.1949
Efri deild: 86. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 473 í B-deild Alþingistíðinda. (725)

16. mál, áburðarverksmiðja

Forseti (BSt):

Það er nú sjáanlegt, að ekki er hægt að ljúka þessum umræðum í dag. Ég hafði ætlað mér að halda fundi áfram seinni partinn í dag, en einn þingflokkur þarf að halda fund á þeim tíma, og er búizt við, að sá fundur standi einnig í kvöld. Ég vil ekki hindra þann fund, en mun boða deildarfund á morgun, þótt laugardagur sé, og vona ég, að enginn hafi neitt við það að athuga, því að lög mæla hvergi fyrir um það, að ekki megi halda þingfundi á laugardögum.