26.04.1949
Efri deild: 89. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 521 í B-deild Alþingistíðinda. (795)

137. mál, erfðalög

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vildi segja hér nokkur orð, af því að hæstv. dómsmrh. hefur ekki verið hér við fyrr. Ég lýsti því yfir, að ég væri með frv., þó að mínar till. væru felldar. Ég vildi koma mínum till. inn í frv., en nú er sagt, að það sé ekki hægt, ekki af því, að þær skekki grunninn, heldur af því, að frv. sé komið svo langt. Þetta tel ég ekki nógu gott. Ég tel þessar till. til bóta og veit, að meginhluti þeirra verður síðar felldur inn í erfðalögin.