22.02.1949
Efri deild: 64. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 538 í B-deild Alþingistíðinda. (842)

8. mál, Landsbókasafn

Frsm. (Eiríkur Einarsson):

Herra forseti. Viðvíkjandi fyrirspurn hæstv. dómsmrh., þá er því að svara, að frv. sker ekki úr um það til fulls. Þar segir, að skipa eigi allt að 6 bókaverði. Fleiri mega þeir ekki vera. Mér er sagt, að nú séu þeir 6. Ég hef fyrir mitt leyti álitið, að þetta væru ekki allt fastir starfsmenn safnsins, heldur væru sumir þeirra aukaverðir. Um kjör þessara manna hef ég ekki enn aflað mér upplýsinga, svo að um það er ég of fáfróður. Fleira hef ég ekki til að svara hæstv. ráðh. á þessu stigi málsins.

Viðvíkjandi brtt., sem hér hefur komið fram frá hv. 3. landsk. þm., þá vildi ég beina því til hans, hvort hann vildi ekki taka hana aftur til 3. umr., svo að n. hefði tækifæri til að athuga hana til hlítar fyrir þá umr.