09.05.1949
Efri deild: 101. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 554 í B-deild Alþingistíðinda. (877)

8. mál, Landsbókasafn

Frsm. (Eiríkur Einarsson):

Ég vil bara taka fram, að menntmn. lagði til fyrir langa löngu, með hæstv. forseta í broddi fylkingar sem form., að frv. næði fram að ganga. En þá kom fram aths., sem leiddi til þess að afla þeirra upplýsinga, sem nú hefur verið gert, og kom þá fram, að n. vildi gjarnan hafa biðlund, til þess að þetta yrði athugað. Við það situr, og hún finnur ekki hvöt hjá sér til þess að gera við það neinar brtt., en hefur vitanlega haft og vill hafa opin eyru til andsvara því, sem fram kynni að koma í brtt. frá öðrum, og tekur hún því málið í samræmi við það, sem hún hefur gert, eins og það horfir við á þessari stundu.