09.05.1949
Efri deild: 101. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 554 í B-deild Alþingistíðinda. (878)

8. mál, Landsbókasafn

Gísli Jónsson:

Út af þessum upplýsingum vildi ég leggja fram brtt. við 8. gr., sem hljóðar þannig: Fyrir orðin „allt að sex“ í 2. mgr. komi: allt að fjórum. — Mér virðist hafa verið upplýst, að komast megi af með fjóra bókaverði og þykir réttara að taka það fram strax, en að lögfesta nú sex. Vísa ég þar til þeirra orða dómsmrh., að gerð hafi verið tilraun til þess að koma á sparnaði í ríkisrekstri, og sé þá ekki ástæða til þess að byrja að auka hér útgjöld fram yfir það, sem hægt er að komast af með.

Forseti (BSt): Mér hefur borizt svo hljóðandi brtt. frá hv. þm. Barð. við 8. gr. frv.: Fyrir orðin „allt að sex“ í 2. mgr. komi: allt að fjórum. — Brtt. er skrifleg og of seint fram komin, og þarf því afbrigði, sem ég leita hér með.