09.05.1949
Efri deild: 101. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 555 í B-deild Alþingistíðinda. (883)

8. mál, Landsbókasafn

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Hv. formanni þykir ómaklega ráðizt á n. Við skulum taka þann hluta úr ræðu hans, þar sem hann segir, að komin sé till. um að fækka bókavörðunum um tvo. Hann segir, að þetta sé athugunarvert, en þá þurfi að breyta starfsreglum safnsins eitthvað. Á síðustu stundu koma þær upplýsingar, sem gefa honum sjálfum ástæðu til þess að athuga þetta, hvað þá hinum nm. Mér finnst nú ekki, að þetta sé eins og það ætti að vera. Mér finnst, að n. eigi snemma í umr. um málið að láta uppi þær upplýsingar, sem hægt er að gefa um málið, þannig að þm. geti komið með þær breytingar, sem þeir vilja, og byggt þær á réttum forsendum.