05.04.1949
Efri deild: 82. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 562 í B-deild Alþingistíðinda. (913)

158. mál, ríkisreikningar 1945

Frsm. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Nefndin hefur lagt til, að ríkisreikningurinn fyrir árið 1945 verði samþykktur nú eins og venjulega, en nm. tóku sér þann fyrirvara, að þeir ábyrgðust ekki það fé, sem eytt hefur verið utan fjárlaganna. Annars er það alveg óviðunandi, að ríkisreikningarnir skuli ekki vera lagðir fram prentaðir og endurskoðaðir fyrr en þrem árum síðar. Hér hefur t.d. nýlega verið lagður fram reikningur fyrir árið 1945. Það verður að teljast æskilegt, að slíkt endurtaki sig ekki, þannig að framvegis verði þeim hraðað svo, að ekki líði nema í mesta lagi eitt ár þar til þeir eru lagðir fram prentaðir og endurskoðaðir. Ég hygg, að erfiðleikar séu hjá fjmrn. með þetta og þá sérstaklega með endurskoðunina.