09.12.1948
Efri deild: 27. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 51 í B-deild Alþingistíðinda. (96)

27. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Ásmundur Sigurðsson:

Herra forseti. Aðeins nokkur orð út af því, sem fram hefur komið. Vegna ummæla frsm. n. vil ég taka það fram, að ég mundi hafa verið fús til að taka þessa brtt. aftur, ef n. hefði á einhvern hátt viljað sinna málinu, en þar sem hún hefur ekki gert það, vil ég láta till. ganga undir atkv., nema n. breyti afstöðu sinni. Um það atriði, að þetta mál hafi fyrr legið fyrir Alþ. og ekki fengizt staðfest, vil ég segja það, að nú þegar hefur verið veitt fé til fyrirhleðslu þar eystra, sem er beinlínis undirbúningur undir brúargerð á Jökulsá, en auk þess er brú á Jökulsá löngu komin á brúalög. Þá vildi 2. þm. Árn. halda því fram, að með samþykkt þessarar till. væri verið að brjóta samþ. Alþ. Ég vil leyfa mér að halda fram, að það sé ekki rétt, því að hér er gert ráð fyrir að endurnýja brúasjóð og nota fé úr honum til að byggja brú á Jökulsá. Sömuleiðis vil ég algerlega mótmæla því, að það sé ýtni og þvermóðska, þó að byrjað yrði á því að reisa brú á Jökulsá, ef þessi leið yrði farin.

Það hafa komið fram tilmæli um, að ég flytti þessa till. heldur í sambandi við 66. mál, en ég sé ekki, að það hafi neina þýðingu, og sé þess vegna ekki ástæðu til að verða við þeim tilmælum.