06.05.1950
Efri deild: 101. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í B-deild Alþingistíðinda. (1010)

46. mál, sauðfjársjúkdómar

Eiríkur Einarsson:

Ég átti hér brtt. við frv., á þskj. 619, sem hefur nú verið minnzt á af hv. frsm. og þó að öðru leyti rædd hér áður. Ég sé, að hún má ekki standa alveg óröskuð, eins og hún er hér prentuð á þskj., því að þar er hún stíluð sem brtt. við brtt. á þskj. 603, sem nú er gengin inn í frv. Ég hef því kosið að breyta yfirskriftinni og bers þessa brtt. fram sem brtt. við frv. til l. um breyt. á l. nr. 44 frá 9. maí 1947, um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma og útrýmingu þeirra. Á eftir orðunum „að dómi nefndarinnar“ í síðustu málsgr. 6. gr. bætist: og sauðfjárpestirnar hafa lengi mætt á og valdið miklum skaða. — Það er eingöngu leiðrétting. Ég leyfi mér að bera hér fram þessa brtt. skriflega, í von um, að hún verði samþykkt.