09.05.1950
Efri deild: 103. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 662 í B-deild Alþingistíðinda. (1023)

46. mál, sauðfjársjúkdómar

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Enda þótt ég telji, að hálfgert samningsrof sé gert á þeim aðilum, sem fjárskipti hafa farið fram hjá áður, en þessi lög eru sett, þá er þó þess að gæta, að þessi till., ef hún verður samþ., kemur til með að kosta ríkissjóð hálfa aðra milljón króna. Og þó að ástæða megi vera til þess að ætla, að menn geti verið samþykkir því, að þessi ákvæði um skuldabréf komi í stað fjárgreiðslu, þá get ég þó ekki verið með þessari till. og segi því nei.