11.05.1950
Sameinað þing: 48. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 954 í B-deild Alþingistíðinda. (1177)

38. mál, fjárlög 1950

Magnús Kjartansson:

Herra forseti. Ég ætla að segja örfá orð til að minna á brtt. 728, 11, sem fjallar um aukið framlag til sumardvalarheimila, dagheimila og vistarheimila fyrir börn úr bæjum og kauptúnum, gegn jöfnu framlagi annars staðar að. Á fjárlagafrv. eru veittar 100 þús. kr. til þessa, en ég legg til, að það verði hækkað í 200 þús. kr. Í hittiðfyrra voru veittar 200 þús. kr. Það var lækkað í fyrra. Urðu þá átök um það á þ. Atkvgr. var tvítekin vegna þess, hversu mjóu munaði. Var það samþ. með örfárra atkv. mun. Þarf eigi að skýra þessa starfsemi fyrir hv. þingmönnum. Er hún eigi sízt nauðsynleg núna, þegar kreppir að bæjunum. Vænti ég þess, að nægilega margir þm. verði sammála um, að rétt sé að færa fjárhæðina til þess, sem hún var áður.