15.12.1949
Neðri deild: 13. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 982 í B-deild Alþingistíðinda. (1237)

11. mál, togarakaup ríkisins

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Það voru aðeins nokkur orð í sambandi við brtt. þá, sem hér er komin fram og er allveigamikil og var ekki til umr. í n. Eins og nál. ber með sér, áskildu nm. sér rétt til að bera fram eða fylgja brtt., sem fram kynnu að koma. Ég álít rétt að fresta nú umr., svo að hægt verði að athuga þetta nánar. Varðandi aðstöðu kaupenda, þá er þetta nokkur breyting frá l. frá því í maí í vor, sem bendir til, að lánsupphæðin í Bretlandi verði notuð til að kaupendur fái vissa hlutdeild í láninu, og í fyrstu var gert ráð fyrir, að kaupverðið yrði greitt upp, en nú á það að ná yfir lengri tíma. En hvað um það, ég vona, að málinu verði frestað um stund, svo að tækifæri gefist til að athuga þessa brtt.