06.05.1950
Efri deild: 101. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 999 í B-deild Alþingistíðinda. (1288)

11. mál, togarakaup ríkisins

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Ég fór fram á það, síðast er málið var á dagskrá, að umr. væri frestað vegna 2. gr., og hef ég nú fyrir hönd ríkisstj. leyft mér að bera fram þá brtt., sem hæstv. forseti hefur nú lesið. Eins og nú er í frv., þá hafa bæjar- og sveitarfélög forkaupsrétt að togurunum, en ríkisstj. þykir réttast að breyta gr. þannig, að enginn sérstakur forkaupsréttur sé ákveðinn. Þá leggur ríkisstj. til, að henni sé heimilt að lána allt að 75% af andvirði skipanna, ef hún getur aflað fjár í því skyni, og skal heimilt að lána þetta hvaða kaupanda sem er.