11.05.1950
Efri deild: 104. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1004 í B-deild Alþingistíðinda. (1299)

11. mál, togarakaup ríkisins

Brynjólfur Bjarnason:

Herra forseti. Ég hef borið fram aftur tvær brtt. við 2. gr. frv., á þskj. 686. Þetta eru sömu till. og ég bar fram við 2. umr., aðeins breytt orðalagi í samræmi við þá breyt., er orðið hefur. Þessar till. komu ekki til atkv. við 2. umr., því að till. hæstv. fjmrh. voru samþ. Hins vegar er efni þeirra í fullu gildi, og þess vegna hef ég borið þær aftur fram. Hv. dm. mun þá gefast kostur að taka afstöðu til þeirra. Ég hef mælt fyrir till. við 2. umr. og þarf ekki að endurtaka það.