15.05.1950
Neðri deild: 101. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1019 í B-deild Alþingistíðinda. (1325)

15. mál, Sementsverksmiðja

Atvmrh. (Ólafur Thors):

Það er erfitt að vera á móti till. þess efnis, að dómbærir menn verði látnir dæma um heppilegan stað. Ég hef þó tilhneigingu til að álíta, að þref muni hamla framkvæmdum, og ég mundi harma það, ef samþykkt till. yrði til að tefja framgang frv., sem ég legg áherzlu á, að náist. Ég ætla því ekki að greiða atkv. um till., en ég geri ráð fyrir, að þeir sem með málið fara, afli sér nærtækra upplýsinga, áður en ákveðið er um staðinn. Ég hygg, að tími gefist til þess, enda er lánsfé eigi fyrir hendi.