15.05.1950
Neðri deild: 101. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1034 í B-deild Alþingistíðinda. (1363)

163. mál, gengisskráning o.fl.

Áki Jakobsson:

Herra forseti. Ég er hér með tvær skrifl. brtt. Með fyrri till. vil ég freista þess, ef till. hv. 2. þm. Reykv. verður ekki samþ., að fá því framgengt, að sá hluti af launum háseta, kyndara og matsveina, er þeir fá af sölu afla, verði reiknaður samkvæmt nýja genginu. Þetta er till., sem ég hef komið með áður. Þessi ákvæði hafa komið illa við þessa aðila og að því er ég tel, líka við yfirmenn. Þó að þetta hafi verið hátt, hafa sölur n.ú minnkað, og réttara er að semja á ný, en að viðhalda tvöföldu gengi og gera samninga félaganna ónothæfa. Ég vil beina því til hæstv. forseta að skoða þetta sem varatill. að felldri till. hv. 2. þm. Reykv. Hin brtt., sem ég flyt, er við 2. gr. frv., að í stað „3 kr.“ í fyrstu málsgr. komi: kr. 3.08. Það er það kaupgjald, sem er í Reykjavík og ég tel, að önnur félög megi jafna við. — Ég sé ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð og legg hér með fram þessar till.