16.05.1950
Neðri deild: 105. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1054 í B-deild Alþingistíðinda. (1423)

165. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús o.fl.

Frsm. m.eiri hl. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. N. hefur haft þetta frv. til athugunar og afgr. það á þann veg, að 3 nm., hv. 9. landsk. þm., hv. 3. landsk. þm. og ég, hafa orðið sammála um að mæla með afgreiðslu þess óbreytts. 2 hv. nm., þeir hv. 5. landsk. og hv. þm. A-Sk., telja sig ekki geta mælt með frv. óbreyttu, og munu gera grein fyrir sinni afstöðu. Við, sem að því stóðum að mæla með frv. óbreyttu, gerðum okkur að vísu ljóst, að hér væri að ýmsu leyti um óyndisúrræði að ræða. En þar sem brýn nauðsyn ber til þess, að séð verði fyrir skuldamálum þjóðleikhússins, og við treystum okkur ekki til að bera fram aðra till. í þessu efni, mælum við sem sagt með því, að hv. d. afgr. þetta frv. óbreytt.