17.05.1950
Efri deild: 112. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1092 í B-deild Alþingistíðinda. (1460)

165. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús o.fl.

Gísli Jónsson:

Mér heyrðist hæstv. atvmrh. óska eftir, að þessu máli yrði frestað þar til í fyrramálið. Mér finnst ekki heldur rétt að vísa málinu til 2. umr. nema hæstv. menntmrh. og aðrir þeir, sem hafa borið frv. fram, geri fyrst grein fyrir því hér. Ef það er meiningin að taka málíð fyrir nú og líka á fundi á morgun, er hættulaust, að umr. sé frestað nú. Og úr því að komið hafa fram tilmæli um það að fresta umr., tel ég rétt að verða við því.