17.05.1950
Efri deild: 113. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1092 í B-deild Alþingistíðinda. (1463)

165. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús o.fl.

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Það er upplýst, að verið sé að bíða eftir þskj., sem við ættum helzt að hafa hér fyrir framan okkur í sambandi við þetta mál. En ég vildi þá biðja hæstv. menntmrh. að gefa hv. d. upplýsingar um það, hvernig status þessarar stofnunar er og hve mikill byggingarkostnaðurinn er orðinn og fleira viðvíkjandi því, sem nánar skýrir það, í hvaða óefni er komið og hverju þarf að bjarga og jafnvel, hvernig það er hugsað af hæstv. ríkisstj. Mér finnst, að tímann mætti nota til þess á meðan beðið er.