17.05.1950
Neðri deild: 108. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1103 í B-deild Alþingistíðinda. (1491)

165. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús o.fl.

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ed. hefur gert nokkra breytingu á frv., m.a. þá, að hagnaðurinn af viðtækjaverzluninni næstu 3 ár falli til þjóðleikhússins, og á fjárl. nú er gert ráð fyrir, að það muni verða um 150 þús. kr. Nú er vitað, að minna hefur verið flutt inn af þessum vörum upp á síðkastið, svo að gera má ráð fyrir, að þessi hagnaður muni minnka, en hins vegar má gera ráð fyrir, að menn vilji, að hagnaðurinn verði sem mestur til að höggva skarð í skuldir hússins. Nú vildi ég spyrja hæstv. ráðh., hvort í ráði væri að hækka álagningu á þessari vöru til að afla sem mestra tekna. Og teldi ég illa farið, ef svo væri.