16.05.1950
Efri deild: 111. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1574 í B-deild Alþingistíðinda. (163)

Starfslok deilda

Haraldur Guðmundsson:

Ef hæstv. forseti skyldi verða sannspár, þá þykir mér hlýða að þakka honum fyrir hönd deildarmanna röggsama, lipra og óhlutdræga stjórn og góða samvinnu á þessu þingi. Ég vil leyfa mér að óska honum allra heilla og góðrar heimferðar og heimkomu og vona, að við sjáumst á næsta þingi. Ég vil svo biðja menn að standa á fætur til heiðurs hæstv. forseta. — [Deildarmenn risu úr sætum.]