19.12.1949
Neðri deild: 17. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1131 í B-deild Alþingistíðinda. (1631)

76. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur flutt frv. þetta eftir beiðni frá hæstv. fjmrh. Í grg. hefur láðst að geta þess, að einstakir nm. hafa óbundnar hendur um afgreiðslu málsins, en frv. verður endurprentað og útbýtt í þessari hv. d. á morgun.

Hæstv. fjmrh. hefur þótt leika nokkur vafi á því, hvort 3. kafli l. um dýrtíðarráðstafanir mundi halda gildi árið 1950, en það er vafalaust rétt, að hæstv. ríkisstj. taki allan vafa af um þetta. Það er og kunnugt hv. þm., að fyrir Alþ. liggur nú eitt frv. um breyt. á þeim kafla l., sem hér um ræðir. Fjhn. hefur sent fjármálaráðuneytinu frv. og væntir umsagnar þess um málið.

Að lokum vil ég segja það, að ég tel það ekki neinum breyt. né vanda valda, þótt hér liggi fyrir frv. um breyt. á þessum kafla l., þótt öll tvímæli verði af því tekin, hvort l. gildi áfram, og n. mun taka til athugunar, hvort rétt sé að samþ. það eða ekki.