20.12.1949
Neðri deild: 19. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1140 í B-deild Alþingistíðinda. (1645)

76. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Út af tímatakmarki því, sem sett er í frv., get ég fyrir mitt leyti sætt mig við þá brtt., sem komin er fram á þskj. 140, um að tímatakmarkið sé bundið við 1. marz 1950. Ég tel óheppilegt að samþ., eins og komið er fram á öðru þskj., að heimildin gildi ekki nema til 1. febrúar, og sýnilegt, að þyrfti að framlengja það á ný í lok janúar, ef það tímatakmark yrði sett nú. Um brtt. 150 og 139 vil ég segja það, að mér þykir óviðeigandi, að við þessa framlengingu sé verið að koma með brtt. um, að eitthvað af þessum liðum falli niður. Í því sambandi má benda á, að f-liður 30. gr. er þegar til athugunar í n., og virðist eðlilegt, að málið fái afgreiðslu á venjulegan hátt. Um þá liði, sem brtt. 139 fjallar um, get ég upplýst, að ríkissjóður hafði upp úr þeim á þessu ári yfir 4 millj. kr., liðirnir d og e hafa samtals gefið um 2.800.000 kr., svo að hvað þessa liði snertir, þá eru þeir verulegur hluti af þessum tekjum. Ég get skilið, að bifreiðastjórum og bifreiðaeigendum, sem verða fyrir þessari hækkun, þyki það nokkuð erfitt, það er eins og um marga aðra tolla og hækkanir, sem menn verða að standa undir. En ég sé ekki ástæðu til við framlengingu frv. að samþ. slíkar brtt.