20.12.1949
Neðri deild: 19. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1141 í B-deild Alþingistíðinda. (1647)

76. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Skúli Guðmundsson:

Frv. þetta er flutt af fjhn. Nd., en einstakir nm. hafa óbundnar hendur um málið. Ég hef leyft mér að leggja fram brtt. á þskj. 14 um það, að þessi framlenging III. kaflans gildi aðeins í einn mánuð, til 1. febrúar 1950. Tel ég ástæðulaust að framlengja þetta til lengri tíma, því að fyrir þann tíma er alveg óhjákvæmilegt, ef ekki á að verða alger stöðvun á útflutningsframleiðslunni, að gera ráðstafanir til þess að svo verði ekki, og þar sem það mál, sem þetta frv. fjallar um, er einn liður í því stóra viðfangsefni, þá tel ég alveg nóg að framlengja til 1. febr. heimildina til þessarar gjaldainnheimtu. Ég hef því flutt þessa till., og fylgi mitt við frv. fer eftir því, hvernig henni verður tekið í d.