20.12.1949
Neðri deild: 19. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1143 í B-deild Alþingistíðinda. (1655)

76. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Það voru ekki mörg orð, sem hv. 2. þm. Reykv. sagði, en það kom berlega í ljós, að það voru ekki einlægar óskir hans, að þessar undanþágur fáist, þar sem hann storkar mönnum til að vera á móti þessum till., og skulum við nú sjá, hvað gerist í málinu. Ég vil því biðja hæstv. forseta um 5 mín. fundarhlé, svo að ég geti kallað flokksmenn mína saman á fund til viðræðna um brtt.