20.12.1949
Neðri deild: 19. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1143 í B-deild Alþingistíðinda. (1657)

76. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Það hefur orðið að samkomulagi, að brtt. á þskj. 150 verði tekin aftur og einnig skrifl. brtt., sem lögð hefur verið fram. Og ég vil í því sambandi lýsa yfir, að ég vil gjarnan mæla með því, að tollurinn í f-lið laganna verði felldur niður, tollur af heimilisvélum, þegar til kemur, að þáltill. sú, sem nú liggur fyrir þinginu því viðkomandi, kemur úr nefnd og verður til umr., og að ég muni taka hina liðina, sem þar er um að ræða, til velviljaðrar athugunar. Í þriðja lagi skal ég fyrir mitt leyti ganga inn á, að framlenging sú, sem frv. er um, gildi til 1. febrúar, í staðinn fyrir 1. marz, eins og ég var áður búinn að lýsa yfir.