20.12.1949
Neðri deild: 19. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1144 í B-deild Alþingistíðinda. (1659)

76. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég held, að það, sem þeir vöruflutningar með bifreiðum, sem atvinnuvegir margra landsmanna hvíla á, þurfi, sé afnám þessarar álagningar, en ekki fyrst og fremst loforð fyrir kosningar eða loforð nú um velviljaðar athuganir. Ég mun því halda fast við mína brtt., að hún komi til atkvæða nú. Og mun ég við 3. umr. prófa fylgi fyrir því að fella burt einstaka liði frv.