20.12.1949
Neðri deild: 20. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1146 í B-deild Alþingistíðinda. (1667)

76. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Vegna einnar af þessum till., þeirrar um að I. kafli laganna um dýrtíðarráðstafanir verði látinn gilda til 1. febrúar n.k., vil ég upplýsa það, sem ég reyndar sagði í öðru sambandi áður, eða endurtaka það, að í viðræðum, sem fram fóru á milli þar til kjörinna fulltrúa útvegsmanna annars vegar og ríkisstj. hins vegar um slíkan framgang málsins, þá tjáðu umboðsmenn útvegsmanna sig andvíga þessari till.

Um hitt sé ég ekki ástæðu til að ræða. –Maður gæti nærri því haldið, að það ætti að fara að kjósa einhvers staðar bráðlega.