17.12.1949
Neðri deild: 16. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1149 í B-deild Alþingistíðinda. (1685)

69. mál, ráðstafanir í sambandi við skilnað Íslands og Danmerkur

Eysteinn Jónson:

Ég skal ekki tefja umr., en stóð aðeins upp til að mæla með því, að þetta frv. nái fram að ganga. Nær þetta aðeins til þeirra Færeyinga, er stunda fiskveiðar með handfæri á þilskipum með eða án gangvéla og opnum bátum. Þetta hefur nú verið í gildi fram að þessu, og ekki lokið enn þá þeim málum, sem standa í sambandi við skilnaðinn, eins og fram er tekið í grg., og finnst mér ósennilegt, að það verði Íslendingum nokkuð til baga að halda þessu áfram enn um sinn, og vildi ég því mæla með þessu frv.