20.12.1949
Efri deild: 21. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1158 í B-deild Alþingistíðinda. (1703)

69. mál, ráðstafanir í sambandi við skilnað Íslands og Danmerkur

Forseti (BSt):

Hv. dm. hafa nú nýskeð verið á fundi í Sþ., þar sem hv. forseti þingsins kvaddi það og boðaði, að það væri síðasti fundur Sþ. fyrir jólin og d. mundu einna helzt ljúka störfum í kvöld. Ég vil því benda á það, að verði þessu máli vísað til n., þá verður það vitanlega að bíða betri tíma, að fullnaðarafgreiðsla þess fari fram, nema hv. n. treysti sér til að hafa afgreiðslu málsins svo hraða, að síðari umr. geti farið fram í kvöld.