26.01.1950
Efri deild: 41. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1163 í B-deild Alþingistíðinda. (1728)

9. mál, einkasala á tóbaki

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Herra forseti. Fjhn., þ.e.a.s. 4 af 5 nm., er sammála um að mæla með því, að þetta frv. verði samþ. óbreytt. Fimmti nefndarmaðurinn var ekki mættur, er málið var afgreitt, og get ég ekkert sagt um afstöðu hans.

Efni frv. er, að framvegis skuli tóbaksvörur seldar með sama verði um land allt, en hingað til hefur verið lögð á aukaálagning vegna flutningskostnaðar utan Rvíkur.

Fjhn. er sömu skoðunar og flm. og hv. Nd., að það sé alveg eðlilegt og sanngjarnt, að þessar vörur séu seldar með sama verði um land allt og fyrirtækið sjálft greiði flutningskostnað út um land, en það er hverfandi litill hluti af verði tóbaksins. N. er sammála um að mæla með, að frv. þetta verði samþ.