09.01.1950
Neðri deild: 24. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1166 í B-deild Alþingistíðinda. (1757)

66. mál, búfjárrækt

Frsm. (Jón Sigurðsson):

Herra forseti. Frv. þetta er flutt samkv. ósk fyrrv. hæstv. landbrh. og er í 1. gr. aðeins leiðrétting á prentvillu, sem slæðzt hefur inn í l., þegar þau voru sett. Hvað 2. gr. snertir hefur af vangá ekki verið gætt að setja ákvæði í l. um, að brot nái einnig til reglugerða, sem settar verða samkv. þeim. Þetta er að sjálfsögðu nauðsynjamál, sem óþarft er að ræða. Um 3. gr. er það að segja, að sennilega hefur þar einnig slæðzt inn í l. prentvilla, því að þar segir, að numin séu úr gildi l. nr. 31 1931, en á að sjálfsögðu að vera l. nr. 32 1931. Ég vænti þess, að þar sem þetta eru aðeins leiðréttingar við fyrrnefnd l., þá geti hv. deild orðið n. sammála um að samþykkja þetta.