02.02.1950
Efri deild: 46. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1169 í B-deild Alþingistíðinda. (1778)

102. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Út af ræðu hv. 1. þm. N–M. vil ég upplýsa, að það er ekki unnt fyrir sjútvn. né verksvið hennar að rukka inn tekjur ríkissjóðs. Varðandi það, hvort ákvæði þessa frv., ef samþ. verður, nál til þess fjár, sem til hefur fallið í janúarmánuði, þá var þetta nokkuð rætt í n., en hún taldi hvorki þinglegt né hægt að láta l. verka aftur fyrir sig, auk þess sem það er ekki í verkahring sjútvn. að ákveða, hvernig gjaldið skuli innheimt þennan tíma. Hins vegar er svo rétt að tryggja, að hægt sé að innheimta féð í framtíðinni, og óskar n. því þess, að frv. nái fram að ganga óbreytt eins og það er á þskj. 269.