09.02.1950
Neðri deild: 42. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1170 í B-deild Alþingistíðinda. (1790)

102. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Frsm. (Finnur Jónsson):

Herra forseti. Frv. þetta er komið frá Ed. og þarf skjóta afgr. Það fjallar um framlengingu á l., sem féllu úr gildi nú um áramótin. Frv. fylgdi ýtarleg grg., og leyfi ég mér að vísa til hennar. Sjútvn: er sammála um að mæla með, að frv. verði samþ. óbreytt, og væntir þess, að það fái skjóta afgreiðslu, og vill mælast til þess af hæstv. forseta, að málið verði afgreitt í dag, þar sem slíks er augljós þörf, þar eð nær hálfur annar mánuður er liðinn síðan l. féllu úr gildi.