06.02.1950
Efri deild: 50. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1174 í B-deild Alþingistíðinda. (1810)

91. mál, ættaróðal og erfðaábúð

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Þegar ég tók til máls í fyrra skiptið, má vera, að ég hafi ekki tekið nægilega skýrt fram, hver er megintilgangur frv. Samkvæmt d-lið 1. gr. l. nú mega ekki hvíla hærri veðskuldir á jörðinni en svo, að árlegir vextir af þeim nemi 4% af fasteignamatsverði jarðarinnar. Samkvæmt þeirri breyt., sem n. leggur til að gerð verði, á þetta ákvæði ekki að ná til vaxta af skuldum við byggingarsjóð og ræktunarsjóð, hins vegar tekur það til allra annarra lána. Ef á að viðhalda jörðunum, verður að breyta til í þessa átt. Þetta vildi ég taka fram.